top of page
Mýrastigi

Luzula sylvatica 'Solar Flare'

Lundahæra

Sefætt

Sefætt

Hæð

lágvaxin, um 30 cm

Blómlitur

brúnn

Blómskipun

blómhnoð

Blómgun

maí - júní

Lauflitur

gulgrænn

Birtuskilyrði

sól - hálfskuggi

Jarðvegur

vel framræstur, rakur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

harðgerð

Heimkynni

garðaafbrigði, tegundin vex villt í Evrópu og SV-Asíu

Hærur, Luzula er nokkuð stór ættkvísl í sefætt, Juncaceae, með útbreiðslu víða um heim, flestar í kaldtempruðum svæðum, heimskautasvæðum og upp til fjalla. Blaðjaðrarnir eru hærðir og er nafn ættkvíslarinnar dregið af því. Blómin standa yfirleitt þétt saman í blómhnoðum og eru oftast brún. Nokkrar smávaxnar tegundir vaxa villtar á Íslandi.

Fjölgun:


Skipting að vori eða hausti.


Sáning - sáð í febrúar - mars.

Fræ rétt hulið og haft við 18°C fram að spírun.

Nánast sígræn, lauf heldur sér nokkuð vel yfir veturinn. Það þarf að snyrta skemmt lauf snemma á vorin áður en nývöxtur hefst.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page