Mýrastigi

Festuca glauca 'Elijah Blue'

Fjallavingull

Grasætt

Grasætt

Hæð

lágvaxinn, um 10 - 30 cm

Blómlitur

kremhvítur

Blómskipun

puntur

Blómgun

júlí

Lauflitur

gráblár

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

vel framræstur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

óreyndur

Heimkynni

garðaafbrigði, tegundin vex villt víða um norðanvert norðurhvel jarðar, m.a. á Íslandi.

Vinglar, Festuca, er nokkuð stór ættkvísl um 400 - 500 tegunda í grasætt, Poaceae. Tegundir ættkvíslarinnar eru útbreiddar um allan heim.  Margar eru lágvaxnar, fíngerðar tegundir, en ættkvíslin inniheldur líka stórvaxnar tegundir sem geta náð 2 m hæð. Blómskipunin er þéttur puntur. Túnvingull (F. rubra) er íslensk planta sem er lélegt fóðurgras, en er nýttur til landgræðslu þar sem hann er mjög þurrkþolinn. Afbrigði af honum eru líka notuð í grasfræblöndur fyrir grasflatir og golfvelli þar sem þau mynda mjög þéttan, fíngerðan svörð.

Fjölgun:


Skipting að vori eða hausti.


Sáning - sáð í febrúar - mars.

Fræ rétt hulið og haft við stofuhita fram að spírun.

Myndar lágan brúsk af fíngerðu, grábláu laufi. Þarf sólríkan stað og vel framræstan jarðveg.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.