top of page
Mýrastigi

Imperata cylindrica 'Red Baron'

Grasætt

Grasætt

Hæð

meðalhátt, um 30 - 60 cm

Blómlitur

kremlitaður

Blómskipun

ax

Blómgun

síðsumars

Lauflitur

grænn, rauður

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

vel framræstur, rakur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

viðkvæmt

Heimkynni

garðaafbrigði, tegundin vex villt í S-Evrópu, Afríku, Asíu og Ástralíu.

Imperata er ættkvísl um 10 tegunda sem eru útbreiddar í hitabeltinu og á hlýtempruðum svæðum. Þau blómstra silkihærðum öxum og a.m.k. ein tegund er mjög vinsælt skrautgras í görðum.

Fjölgun:


Skipting að vori eða hausti.

Vinsælt skrautgras í nágrannalöndunum, en þarf meiri sumarhita en er í boði hér. Gæti lifað í gróðurhúsi eða sólskála. Laufið verður rautt í endana þegar líður á sumarið og verður dökk vínrautt á haustin.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page