top of page
Mýrastigi

Hakonechloa macra 'Aureola'

Grasætt

Grasætt

Hæð

meðalhátt, um 30 - 60 cm

Blómlitur

ljósgrænn - kremhvítur

Blómskipun

puntur

Blómgun

síðsumars

Lauflitur

gulgrænn með dekkri grænum rákum

Birtuskilyrði

hálfskuggi

Jarðvegur

lífefnaríkur, vel framræstur, rakur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

þarf mjög góð skilyrði

Heimkynni

Japan

Hakonechloa er ættkvísl í grasætt, Poaceae, sem inniheldur aðeins eina tegund sem vex villt í Japan. Hún er skuggþolin og mörg garðaafbrigði eru ræktuð í görðum.

Fjölgun:


Skipting að vori.

Meðalhá skrautgrastegund sem vex best í hálfskugga í lífefnaríkum, vel framræstum, rökum jarðvegi. Best er að klippa visið lauf niður síðvetrar áður en nývöxtur kemur upp. Gott að hylja með laufi eða moltu fyrir veturinn.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page