top of page
Mýrastigi

Alopecurus pratensis 'Aureovariegatus'

Háliðagras

Grasætt

Grasætt

Hæð

meðalhátt, um 30 - 60 cm

Blómlitur

grár

Blómskipun

ax

Blómgun

júní - júlí

Lauflitur

gulgrænn, með grænum rákum

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

vel framræstur, rakur, frjór

pH

hlutlaust

Harðgerði

harðgert

Heimkynni

garðaafbrigði, tegundin vex villt í Evrópu og Asíu

Alopecurus, liðagrös, er ættkvísl í grasætt, Poaceae. Þau eiga það sameiginlegt að bera þétt, sívöl blómöx sem minna svolítið á refaskott og eru því kölluð "foxtail" á ensku. Ættkvíslin inniheldur um 25 tegundir grasa sem vaxa um tempraða beltið norðanvert og eru sum notuð sem fóðurgrös í landbúnaði.

Fjölgun:


Skipting að vori eða hausti.

Háliðagras er mikið ræktað sem fóðurgras í landbúnaði. Í garðaafbrigðinu 'Aureovariegata' er laufið með gulgrænum röndum. Dreifir sér ekki óhóflega, stækkar að umfangi eins og aðrar fjölærar plöntur.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page