top of page

Carex

Starir

Starir, Carex, er stærsta ættkvísl stararættar, Cyperaceae, með um 2000 tegundum. Flestar tegundir vaxa í rökum jarðvegi, en þó eru undantekningar á því. Tegundir ættkvíslarinnar eru dreifðar um allar heimsálfur, flestar á heimskauta og tempruðum svæðum.

Carex buchananii 'Red Rooster'

Koparstör

Koparstör er starartegund með bronslituðu laufi sem vex villt á Nýja-Sjálandi. 'Red Rooster' er garðaafbrigði með bronslituðu laufi sem krullast í endana.

Carex morrowii 'Ice Dance'

Japansstör

Japansstör er lágvaxin starartegund sem vex villt í Japan. 'Ice Dance' er afbrigði með hvítrákóttu laufi.

Carex muskingumensis

Pálmastör

Pálmastör er meðalhá starartegund með grænu laufi.

bottom of page