top of page
Calamagrostis
Hálmgresi
Hálmgresi, Calamagrostis, er nokkuð stór ættkvísl um 250 tegunda í grasætt, Poaceae.
Þetta eru hávaxnar plöntur með löngum puntum með heimkynni víða í tempruðum beltum og til fjalla nær miðbaug. Margar tegundir þykja góðar garðplöntur, þar á meðal braggastráin alræmdu ('Karl Foerster'), sem eru eitt vinsælasta skrautgrasyrki í heiminum.
Calamagrostis x acutiflora 'Karl Foerster'
Garðahálmgresi
Garðahálmgresi er náttúrulegur blendingur milli tveggja tegunda sem vaxa villtar í Evrópu og Asíu, C. arundinacea and C. epigejos. 'Karl Foerster' er hávaxið afbrigði með grænu laufi og purpurableikum puntstráum sem verða gyllt þegar þau þroskast.
bottom of page