Arrhenatherum

Ginhafrar

Ginhafrar, Arrhenatherum, er frekar lítil ættkvísl í grasætt, Poaceae, með heimkynni í Evrasíu og N-Afríku. Nokkrar tegundir eru ræktaðar sem fóðurgrös og a.m.k. eins sem skrautgras í görðum.

Arrhenatherum elatius ssp. bulbosum 'Variegatum'

Hnúðhafri

Hnúðhafri er undirtegund af ginhafra sem er hávaxin grastegund með grænu laufi. 'Variegatum' er afbrigði með hvítrákóttu laufi sem er úrvals garðplanta.

  • Facebook App Icon

gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2020  Garðaflóra.