top of page

Adiantum

Venusarhár

Venusarhár, Adiantum, er nokkuð stór ættkvísl um 250 tegunda í vængburknaætt, Pteridaceae.  Þetta eru mjög fíngerðir burknar, oft með svarta stöngla og þunnt, ljósgrænt lauf sem vaxa gjarnan í lífefnaríkum, rökum jarðvegi, oft í klettasprungum þar sem vatn seitlar niður. Ein tegund, venusarhár (A. raddianum) er vinsæl pottaplanta.  Flestar tegundir vaxa í Andesfjöllum og A-Asíu.

Adiantum pedatum 'Imbricatum'

Gyðjuhár

Gyðjuhár er lágvaxinn burkni með fíngerðu, ljósgrænu laufi.

bottom of page