top of page
tulipa-tom-pouce-3.jpg

Afgreiðsla haustlaukapantana er hafin!

Hægt verður að nálgast greiddar pantanir
á milli kl. 16-18:30 19. - 22. september

Plöntusalan opin eftir samkomulagi. 
Hægt að fá sent hvert á land sem er

Plöntur, fræ, laukar og ýmsar ræktunarvörur á frábæru verði.

Letter stamps

Verið fyrst með fréttirnar!

Reading Glasses on Book_edited.jpg

Ræktunargleði Garðaflóru

Garðyrkjuhandbók í áskrift

  • Fjölbreytt fræðsla fyrir byrjendur og lengra komna.

  • Nýtt efni bætist reglulega við.

  • Lokað spjallsvæði

  • Þriggja, sex og tólf mánaða áskrift veitir 10% afslátt af öllum vörum í vefverslun Garðaflóru. 

2020-05-24 SI.jpg
2021-06-26 21-22_3733edit.jpg
Pink Petals

Aðstoð við plöntuval

Langar þig í blómstrandi garð en veist ekki hvar þú átt að byrja? Þá getur verið gagnlegt að fá aðstoð við val á plöntum. Garðaflóra býður upp á að fá heimsókn heim í garð (á höfuðborgarsvæðinu) til að skoða möguleikana í stöðunni, eða bóka heimsókn í garð Garðaflóru til að skoða plöntuúrvalið þar og fá hugmyndir. Einnig er boðið upp á zoom-fundi fyrir þá sem eru utan höfuðborgarsvæðisins.

Umfjöllun um garðplöntur á Íslandi

2019-06-11 20-22-45.JPG

 

Eitt af markmiðum Garðaflóru er að auka þekkingu og áhuga á garðrækt með því að safna saman upplýsingum um garðplöntur í ræktun á Íslandi og miðla þeim á aðgengilegan hátt. Á vefsíðunni er nú þegar komið mikið safn upplýsinga um garðplöntur og mun það stækka áfram með tímanum. Því fleiri sem leggja til upplýsingar, því betri verður síðan.

 

Á vefsíðu Garðaflóru má einnig finna ýmsan fróðleik um garðrækt, spjallsvæði þar sem hægt er að deila reynslu og myndum og vefverslun með garðyrkjuvörur og plöntur.

 

AEnB2UosNIHNWVBmyFgX1QrDfHRcKjucK1yZi98M2U3UiQtbvWUNt4ZdoyWjgrHbfZTEewPzWyn75g55mGsGwjZRmk

 

Á hverri plöntusíðu er hnappur með tengli yfir á garðaspjallið þar sem hægt er að setja inn myndir og deila reynslu af ræktun þeirrar plöntu sem fjallað er um á þeirri síðu.

Einnig er hægt að skrá inn upplýsingar fyrir nýjar plöntur sem ekki er fjallað um á síðunni með því að smella á hnappinn hér að neðan.

 

AEnB2UosNIHNWVBmyFgX1QrDfHRcKjucK1yZi98M2U3UiQtbvWUNt4ZdoyWjgrHbfZTEewPzWyn75g55mGsGwjZRmk

 Garðaflóran

ATH. !!!

Þessi hluti síðunnar er upplýsingasíða. 

Eingöngu þær plöntur sem er að finna undir Verslun eru til sölu hjá Garðaflóru


Plöntum er raðað í stafrófsröð eftir latnesku heiti. 
Það er gert af praktískum ástæðum þannig að plöntur í sömu ættkvísl raðist saman,

t.d. bláklukkur eða blágresistegundir.  
 
Efst á síðunni er leitargluggi þar sem hægt er að leita eftir íslensku eða latnesku heiti.
Það er líka hægt að slá inn hvaða leitarorð sem er
t.d. blómlit (et.kk), hæð (et. kvk.) o.s.frv.

2006-08-11_8558edit.jpg

Plöntuflokkarnir sem fjallað er um á síðunni: