top of page

Garðaspjallið - leiðbeiningar

Inn- og útskráning

Það er hægt að skrá sig inn og út á tveimur stöðum á síðunni. Í haus síðunnar sem er sýnilegur á hverri síðu og inni á garðaspjallinu.

Tölvupóststilkynningar

Sjálfgefin stylling á tilkynningum er að tilkynningar um nýja pósta og svör á spjallinu eru sendar í tölvupósti.

Ég mæli eindregið með að slökkva á þessum tilkynningum til að drukkna ekki í tölvupóstum. Það er auðvelt að fylgjast með með því að fara inn á síðun.

Nýjast á spjallinu

Hægt er að sjá nýjustu virkni á spjallinu með því að smella á "Það nýjasta á spjallinu" á forsíðu spjallsins. Þá opnast síða með 30 nýjustu þræði sem virkni hefur verið á. Einnig er yfirlit yfir síðustu 4 þræði á forsíðunni.

Umræðuflokkar

Á forsíðu spjallsvæðisins má sjá þá umræðuflokka sem er að finna á spjallsvæðinu. 

Aðeins einn þeirra, Garðaflóran, er opin öllum, hinir eru eingöngu opnir áskrifendum.

Ef smellt er á "Garðar" opnast nýr gluggi - þar er efst listi yfir þá garða sem hafa fengið úthlutað sínu svæði þar sem fólk getur deilt myndum og því sem er að gerast í þeirra garði hverju sinni og þar fyrir neðan óflokkaðir þræðir. Fólk er vinsamlegast beðið um að stofna ekki þræði inni á svæðum annarra garða, en ef það gerist fyrir slysni mun ég flytja þráðinn á réttan stað.

Nýr þráður

Til að stofna nýjan þráð er smellt á "Create new post" og þræðinum gefið lýsandi nafn. Þegar nafnið er slegið inn leitar forritið að þráðum með skyldu umræðuefni og æskilegt er að stofna ekki marga þræði um sama efni. Ef sett er inn mynd verður fyrsta myndin í þræðinum einkennismynd fyrir þráðinn.

Ef spurningar vakna um önnur atriði varðandi garðaspjallið, þá endilega sendið mér línu (gardaflora@gardaflora.is) og ég bæti svörunum við hér.

bottom of page