top of page

Bjarmarósir (Alba)

Bjarmarósir eru afkomendur bjarmarósar, Rosa alba. Flestar með mikið fyllt blóm, bleikar eða hvítar með grágrænu laufi og mjög sterkum ilmi. Þær voru mikið ræktaðar á 19. öld.  Bjarmarósir þrífast vel hérlendis í góðu skjóli.  Þær þola skugga part úr degi.

'Celestial'

'Celestial' er gömul bjarmarós frá 18. öld með hálffylltum, bleikum blómum.

'Félicité Parmentier'

'Félicité Parmentier' er gömul bjarmarós frá 19. öld með fylltum, fölbleikum blómum.

'Maiden's Blush'

'Maiden's Blush' er gömul bjarmarós frá 14. öld með fylltum, fölbleikum blómum.

'Maxima'

'Maxima' er gömul bjarmarós frá 15. öld með fylltum, hvítum blómum.

'Suaveolens'

'Suaveolens' er gömul bjarmarós frá 18. öld með hálffylltum, hvítum blómum.

'Tertin Kartano'

'Tertin Kartano' er finnsk fundrós sem blómstrar fölbleikum, fylltum blómum.

bottom of page