top of page
Mýrastigi

'Menja'

Moskusrósablendingar (Hybrid Musk)

Origin

Valdemar Petersen, Danmörku, 1960

'Kiftsgate' (Rosa filipes) x 'Eva' (Hybrid Musk)

Height

60 - 90 cm

Flower color

bleikur - fölbleikur

Flower arrangement

einföld

Flowering

síblómstrandi, júlí - september

Fragrance

daufur

The age

-

Leaf color

grænn

Lighting conditions

sól

Soil

frjór, lífefnaríkur, hæfilega rakur, vel framræstur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Toughness

viðkvæm

Moskurósablendingar urðu til við blöndun terósablendinga við klifurrósina Rosa multiflora.  Flestar komu fram á Bretlandi og í Þýskalandi milli 1913 og seinni heimsstyrjaldarinnar.  Þetta eru síblómstrandi klifurrósir í heitara loftslagi með stórum klösum af frekar smáum blómum sem geta verið einföld eða fyllt og yfirleitt ilmandi.  Þær verða yfirleitt ekki mjög hávaxnar hér, en þurfa þó stuðning, því greinarnar standa ekki undir stórum blómklösunum. Þær eru líklegast frekar viðkæmar hérlendis, þó óljóst sé hversu margar sortir hafi verið reyndar hér.

Foreign hardness scales:

USDA zone: 6b

Skandínavíski kvarði: H3


Moskusrósablendingur með smáum, einföldum blómum í margblóma klösum. Efra borð krónublaðanna er fölbleikt og það neðra dekkri bleikur. Blómin eru skálalaga eins og þau séu hálfopin. Er viðkvæm og þarf gróðurhús til að dafna. Getur lifað úti með miklu dekri og vetrarskýlingu, en blómgun er þá ótrygg.

Do you have a photo or experience with this plant?

You can share photos and experiences here.

bottom of page