top of page
Mýrastigi

'Prairie Joy'

Nútíma runnarósir (Modern Shrub)

Origin

H. F. Harp, Kanada, 1977

'Prairie Princess' x 'Morden Cardinette'

Height

um 1 - 1,2 m

Flower color

ljósbleikur

Flower arrangement

fyllt

Flowering

lotublómstrandi, júlí - ágúst

Fragrance

daufur

The age

-

Leaf color

grænn

Lighting conditions

sól

Soil

frjór, lífefnaríkur, hæfilega rakur, vel framræstur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Toughness

þarf skjólgóðan og sólríkan stað, RHF 3

Rósir sem komið hafa fram á síðustu 100 árum og passa ekki í ofangreinda flokka eru yfirleitt flokkaðar sem nútíma runnarósir.  Þær líkjast oft stórvöxnum terósarblendingum eða klasarósum og flestar líkjast á engan hátt runnum við íslenskar aðstæður.  Þær myndu flestar flokkast sem beðrósir hér.  Sumar eru harðgerðari en fyrrgreindir flokkar nútímarósa og líklegri til að standast íslenskar aðstæður.


Nútíma klifurrósir eru í raun stórvaxnar nútíma runnarósir frekar en eiginlegar klifurrósir.   Þær hafa langar, veikburða greinar sem þurfa stuðning.  Flestar eru lotublómstrandi. Flestar þeirra verða ekki hávaxnar hér á landi og eru því flokkaðar með nútíma runnarósunum hér.

Foreign hardness scales:

USDA zone: 3b

Skandinavíski kvarði: H6

Nútíma runnarós með fylltum, ljósbleikum blómum.  Þarf sólríkan og skjólgóðan vaxtarstað. Blóm svolítið viðkvæm fyrir rigningu.

"Harðgerð rós sem blómstrar um mánaðamót júlí - ágúst. Um 1 m á hæð, ilmar lítið. Er svolítið viðkvæm fyrir vætu. H.3. Ísl."

  - Kristleifur Guðbjörnsson, Mosfellsbæ, 2009

Do you have a photo or experience with this plant?

You can share photos and experiences here.

bottom of page