top of page

Klasarósir (Floribundas)

Floribunda klasarósirnar urðu til með víxlfrjóvgun terósablendinga og polyantha klasarósa. Þær eru hærri, með stærri blóm sem líkjast terósablendingum, en blómin eru í klösum.  Klasarósirnar eru e.t.v. örlítið harðgerðari en terósablendingarnir, en eru þó frekar viðkvæmar hér og þurfa vetrarskýlingu og besta stað í garðinum.

'Absolutely Fabulous'

'Absolutely Fabulous' er klasarós með klösum af fylltum, gulum blómum.

'Bright as a Button'

'Bright as a Button' er klasarós með klösum af einföldum, bleikum blómum með dekkri miðju.

'Campfire'

'Campfire' er klasarós með klösum af fylltum blómum sem skipta lit. Þau opnast gul með gulum jöðrum, en guli liturinn fölnar og bleiki liturinn breiðist út ef hitinn er nægur.

'Chinatown'

'Chinatown' er klasarós með klösum af fylltum, gulum blómum.

'Escimo Flower Circus'

'Escimo Flower Circus' er klasarós með klösum af fylltum, kremhvítum blómum með fölgrænni og fölbleikri slikju.

'Europeana'

'Europeana' er klasarós með klösum af hálffylltum, dökkrauðum blómum.

'Korona'

'Korona' er klasarós með klösum af fylltum, skærrauðum blómum.

'Leonardo da Vinci'

'Leonardo da Vici' er klasarós með klösum af stórum, fylltum, bleikum blómum.

'Masquerade'

'Masquerade' er klasarós með klösum af hálffylltum blómum sem skipta lit úr gulu yfir í rauðbleikt.

'Queen Elizabeth'

'Queen Elizabeth' er klasarós með fáblóma klösum af stórum, fylltum, bleikum blómum.

'Schneewittchen'

'Schneewittchen' er klasarós með klösum af fylltum, hvítum blómum.

'Tip Top'

'Tip Top' er klasarós með klösum af fylltum, laxableikum blómum.

bottom of page