top of page

Alopecurus

Liðagrös

Alopecurus, liðagrös, er ættkvísl í grasætt, Poaceae. Þau eiga það sameiginlegt að bera þétt, sívöl blómöx sem minna svolítið á refaskott og eru því kölluð "foxtail" á ensku. Ættkvíslin inniheldur um 25 tegundir grasa sem vaxa um tempraða beltið norðanvert og eru sum notuð sem fóðurgrös í landbúnaði.

Alopecurus pratensis 'Aureovariegatus'

Háliðagras

Háliðagras er grastegund sem er ræktuð sem fóðurgras í landbúnaði. Garðaafbrigðið 'Aureovariegata' er með lauf með gulgrænum röndum.

bottom of page