top of page

'Osiria'

Terósablendingar (Hybrid Tea)

Uppruni

Reimer Kordes, Þýskalandi, 1978

'Snowfire' x ónefnd fræplanta

Hæð

60 - 90 cm

Blómlitur

tvílitur, rauður og hvítur

Blómgerð

fyllt

Blómgun

síblómstrandi, júlí - september

Ilmur

sterkur

Aldin

-

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

frjór, lífefnaríkur, hæfilega rakur, vel framræstur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

frekar viðkvæm

Terósablendingar urðu til við kynblöndun milli hinna viðkvæmu terósa og harðgerðari síblómstrandi blendinga.  Útkoman varð glæsilegar plöntur sem voru harðgerðar um stærstan hluta vestur- og mið-Evrópu, síblómstrandi með stórum, fagurlega löguðum blómum í öllum litaskalanum að bláum undanskildum.  Þær eru enn í dag vinsælustu garðrósirnar á heimsvísu.  Því miður eru fæstar nógu harðgerðar til að þrífast vel hérlendis, þó nokkrar undantekningar séu þar á, en þær þurfa nokkuð nostur til að blómstra vel.

Erlendir harðgerðiskvarðar:

USDA zone: 7b

Skandínavíski kvarði: H4


Terósarblendingur með fylltum, tvílitum rauðum og hvítum blómum. Frekar viðkvæm og nýtur sín best í gróðurhúsi, en getur lifað úti á hlýjum, sólríkum stað með vetrarskýli. Blómin eru ekki mjög regnþolin.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page