![]() |
---|
Rosa pimpinellifolia var. altaica 'Lovísa'
Hlíðarós
sh. Lóurós, 'Lóa'
Þyrnirósir
Uppruni
Ólafur Sturla Njálsson, Nátthaga, íslenskt úrval
Hæð
1 - 1,5 m
Blómlitur
hvítur
Blómgerð
einföld
Blómgun
einblómstrandi, júní - júlí
Ilmur
meðalsterkur
Aldin
rauðbrúnar nýpur
Lauflitur
grágrænn
Birtuskilyrði
sól
Jarðvegur
sendinn, vel framræstur
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Harðgerði
nokkuð harðgerð, RHF 1 eða 2
Villirósir eru, eins og nafnið bendir til, villtar tegundir og sortir af þeim sem eru ekki mikið kynblandaðar. Það eru um 150 villtar tegundir rósa sem vaxa á norðurhveli jarðar og geta verið mjög breytilegar innan tegundar. Þessar rósir eru formæður allra garðrósa.
Þyrnirósir eru lítið kynbætt afbrigði af þyrnirós, Rosa pimpinellifolia.
Erlendir harðgerðiskvarðar:
Harðgert og blómsælt yrki. Íslenskt úrval frá Ólafi Sturlu Njálssyni, Nátthaga. Rauðleitar greinar og einföld, hvít blóm. Rauðir og gulir haustlitir.
Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?
Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.