'Morsdag'
sh. 'Fête des Mères' ; 'Mother's Day' ; 'Muttertag' ; 'Red Mothersday'
Klasarósir (Polyanthas)
Uppruni
uppgötvuð af F. J. Grootendorst, Hollandi, 1949
sport af 'Dick Koster'
Hæð
60 cm
Blómlitur
rauður
Blómgerð
fyllt
Blómgun
síblómstrandi, júlí - september
Ilmur
daufur
Aldin
-
Lauflitur
grænn
Birtuskilyrði
sól
Jarðvegur
frjór, lífefnaríkur, hæfilega rakur, vel framræstur
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Harðgerði
frekar viðkvæm
Polyantha klasarósirnar komu fram í Frakklandi í lok 19. aldar og voru afkomendur multiflorablendingsins Rosa multiflora 'Polyantha' (Rosa polyantha). Þær eru oft lágvaxnar, með smáum blómum í margblóma klösum. Þær eru frekar viðkvæmar hérlendis.
Erlendir harðgerðiskvarðar:
USDA zone: 6b
Skandinavíski kvarði: H5
Polyantha klasarós með klösum af frekar smáum, fylltum, rauðum blómum. Frekar viðkvæm rós sem þarf vetrarskýlingu og besta stað í garðinum, en nýtur sín best í gróðurhúsi.
*Ættartal þessarar rósar er um margt sérstakt:
Hún rekur uppruna sinn til polyantha rósarinnar 'Echo' sem var sport af einblómstrandi flækjurós, 'Tausendschön'. Mjög fá dæmi eru um að hávaxin, einblómstrandi rós, gefi af sér lágvaxið, lotublómstrandi sport. 'Echo' gaf af sér sportið 'Greta Kluis', sem gaf af sér 'Präsident Hindenburg', sem gaf af sér 'Anneke Koster', sem gaf af sér 'Dick Koster', sem gaf af sér 'Morsdag' og 'Margo Koster'. 'Morsdag' hefur svo gefið af sér tvö sport; 'Orange Morsdag' og 'Vatertag', sem bæði hafa líka gefið af sér a.m.k. eitt sport. Og þar með líkur þessari sportlegu sögu.
Sport er sjálfkrafa stökkbreyting í plöntu þannig að upp vex stöngull með aðra eiginleika (oftast annan blómlit eða vaxtarlag) en móðurplantan. Ef þessi nývöxtur hefur eftirsótta eiginleika er hægt að græða hann á rót og rækta sem nýja sort. Mörg dæmi eru um slíkt í rósaheiminum.