top of page
Mýrastigi

'Rose de Rescht'

Portlandrósir

Uppruni

óþekktur, fyrir 1900

Hæð

um 60 cm

Blómlitur

rauðbleikur

Blómgerð

fyllt

Blómgun

lotublómstrandi, júlí - ágúst

Ilmur

sterkur

Aldin

-

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

frjór, lífefnaríkur, vel framræstur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

þarf mjög skjólgóðan stað og mögulega vetrarskýli

Lotublómstrandi rósir með mikið fylltum blómum í bleikum eða rauðum litum og ilma flestar eitthvað.  Blendingar lotublómstrandi Damaskrósa og Gallica rósa.

Erlendir harðgerðiskvarðar:

USDA zone:  4b

Antíkrós með fylltum, rauðbleikum blómum. Stundum flokkuð sem damaskrós. Þarf mjög skjólgóðan, sólríkan vaxtarstað.

"Viðkvæm rós sem endist óskýld úti í garði þrjú til fjögur ár. 80 cm á hæð. Blómstrar snemma í ágúst, ilmur talsverður. H.3. Ísl."

-Kristleifur Guðbjörnsson

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page