top of page
Mýrastigi

'David Thompson'

Ígulrósarblendingar (Hybrid Rugosa)

Uppruni

Svejda, Kanada, 1970

fræplanta (Schneezwerg × Fru Dagmar Hastrup) x óþekktur frjógjafi

Hæð

1 - 1,5 m

Blómlitur

rauðbleikur

Blómgerð

fyllt

Blómgun

lotublómstrandi, júlí - ágúst

Ilmur

sterkur

Aldin

-

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

vel framræstur, lífefnaríkur, hæfilega rakur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

nokkuð harðgerð, líklega RHF2

Ígulrósarblendingar eru harðgerðir, lotublómstrandi runnar með stórum ilmandi blómum og margir þroska stórar, hnöttóttar, gulrauðar nýpur.  Ígulrós (Rosa rugosa) vex villt í Japan og öðrum stöðum í Austur-Asíu.


Eldri ígulrósarblendingar komu á markað frá 1890 - 1915, m.a. 'Hansa,' en fáir eftir þann tíma og eru þeir oft flokkaðir með nútímarunnarósum.  Ég flokka þá alla saman hér þar sem ígulrósarblendingarnir eru flestir harðgerðari en aðrar nútímarunnarósir.

Erlendir harðgerðiskvarðar:

USDA zone: 2b

Skandínavíski kvarði: H6


Ígulrósarblendingur með fylltum, rauðbleikum blómum. Þrífst best í sól og vel framræstum jarðvegi. Ætti ekki að klippa mikið niður, best að takmarka snyrtingu við að grisja burt eldri greinar. Hún er sögð mjög harðgerð og heilbrigð.


Þetta er ein af þeim rósum sem tilheyra kanadísku Explorer-seríunni. David Thompson var ensk-kanadískur landkönnuður og kortagerðamaður.


Explorer-serían er afrakstur ræktunarverkefnis á vegum kanadíska landbúnaðarráðuneytisins sem miðaði að því að rækta fram harðgerðar, heilbrigðar rósir sem þola kanadískar frosthörkur. Dr. Felicitas Svejdas hafði umsjón með verkefninu og ræktaði hún fram fjölda harðgerðra rósa á árunum 1961-1999, sem margar hafa reynst afar vel hér á landi. 


Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page