top of page

'Hansa'

Hansarós

Ígulrósarblendingar (Hybrid Rugosa)

Uppruni

Schaum & Van Tol, Hollandi, 1905

Hæð

um 1,5 - 2 m

Blómlitur

purpurarauður

Blómgerð

fyllt

Blómgun

lotublómstrandi, júlí - september

Ilmur

sterkur

Aldin

rauðgular nýpur

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

vel framræstur, lífefnaríkur, hæfilega rakur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

harðgerð, RHF2

Ígulrósarblendingar eru harðgerðir, lotublómstrandi runnar með stórum ilmandi blómum og margir þroska stórar, hnöttóttar, gulrauðar nýpur.  Ígulrós (Rosa rugosa) vex villt í Japan og öðrum stöðum í Austur-Asíu.


Eldri ígulrósarblendingar komu á markað frá 1890 - 1915, m.a. 'Hansa,' en fáir eftir þann tíma og eru þeir oft flokkaðir með nútímarunnarósum.  Ég flokka þá alla saman hér þar sem ígulrósarblendingarnir eru flestir harðgerðari en aðrar nútímarunnarósir.

Erlendir harðgerðiskvarðar:

USDA zone: 3b

Skandínavíski kvarði: H8


Ígulrósarblendingur með fylltum, purpurarauðum blómum. Þrífst best í sól og vel framræstum jarðvegi. Ætti ekki að klippa mikið niður, best að takmarka snyrtingu við að grisja burt eldri greinar.

"Mjög harðgerð Ígulrós sem allir þekkja. Blóm frá snemma í júlí og út september hæð um 2.m. Ilmar mjög mikið. H.1.Ísl."

 - Kristleifur Guðbjörnsson, Mosfellsbæ, 2009


Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page