top of page

'New Dawn'

Wichurana flækjurósir (Hybrid Wichurana)

Uppruni

Dreer, Bandaríkjunum, 1930

sport af 'Dr. W. Van Fleet'

Hæð

1,5 - 3 m

Blómlitur

ljósbleikur

Blómgerð

fyllt

Blómgun

lotublómstrandi, júlí - ágúst

Ilmur

meðal sterkur

Aldin

-

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

lífefnaríkur, hæfilega rakur, frjór

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

þarf gott skjól

Wichurana flækjurósir komu fram um aldamótin 1900 ásamt multiflora flækjurósum (Multiflora ramblers).  Þær eru blendingar af Rosa wichurana annarsvegar og Rosa multiflora hinsvegar.  Þessir blendingar eru flestir einblómstrandi.  Þetta eru stórvaxnar klifurrósir með langar, sveigjanlegar greinar og urðu þær til þess að bogar, pergólur og klifurgrindur á veggjum urðu vinsæl í görðum þess tíma.

Erlendir harðgerðiskvarðar:

USDA zone: 5b

Skandínavíski kvarði: H5

Wichurana klifurrós með lausfylltum, ljósbleikum blómum. Þarf skjólgóðan og sólríkan vaxtarstað. Kelur svolítið.


'New Dawn' er eins og 'Dr W. Van Fleet' að öllu leyti nema hvað hún er síblómstrandi, en 'Dr. W. Van Fleet' er einblómstrandi.  Hún markar upphaf nútíma klifurrósa og var fyrsta rósin til að vera skráð á einkaleyfi (US patent nr. 1 1930).

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page