'Marie-Victorin'
Nútíma runnarósir (Modern Shrub)
Origin
Dr. Felicitas Svejda og Dr. Ian S. Ogilvie, Kanada, 1984
'Arthur Bell' (floribunda) x L83 (kordesii-blendingur)
Height
1 - 1,5 m
Flower color
bleikur
Flower arrangement
fyllt
Flowering
lotublómstrandi, júlí - september
Fragrance
daufur
The age
-
Leaf color
grænn
Lighting conditions
sól
Soil
frjór, lífefnaríkur, hæfilega rakur, vel framræstur
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Toughness
nokkuð harðgerð, mögulega HRF - 3
Rósir sem komið hafa fram á síðustu 100 árum og passa ekki í ofangreinda flokka eru yfirleitt flokkaðar sem nútíma runnarósir. Þær líkjast oft stórvöxnum terósarblendingum eða klasarósum og flestar líkjast á engan hátt runnum við íslenskar aðstæður. Þær myndu flestar flokkast sem beðrósir hér. Sumar eru harðgerðari en fyrrgreindir flokkar nútímarósa og líklegri til að standast íslenskar aðstæður.
Nútíma klifurrósir eru í raun stórvaxnar nútíma runnarósir frekar en eiginlegar klifurrósir. Þær hafa langar, veikburða greinar sem þurfa stuðning. Flestar eru lotublómstrandi. Flestar þeirra verða ekki hávaxnar hér á landi og eru því flokkaðar með nútíma runnarósunum hér.
Foreign hardness scales:
USDA zone: 3b
Skandínavíski kvarði: H5
Nútíma runnarós úr kanadísku Explorer-seríunni, ræktuð af Dr. Felicitas Svejda og Dr. Ian S. Ogilvie. Hún blómstrar fylltum, bleikum blómum með gulu skini.
Bróðir Marie-Victorin var kanadískur grasafræðingur og meðlimur í kaþólsku reglunni Brothers of the Christian Schools. Áður en hann gekk til liðs við regluna, hét hann Joseph-Louis-Conrad Kirouac. Bróðir Marie-Victorin var hvatamaður að stofnun grasagarðsins í Montréal og tók saman skrá um allar plöntutegundir sem áttu heimkynni í suður Quebec, Flore laurentienne.