top of page
Moskusrósablendingar (Hybrid Musk)
Moskurósablendingar urðu til við blöndun terósablendinga við klifurrósina Rosa multiflora. Flestar komu fram á Bretlandi og í Þýskalandi milli 1913 og seinni heimsstyrjaldarinnar. Þetta eru síblómstrandi klifurrósir í heitara loftslagi með stórum klösum af frekar smáum blómum sem geta verið einföld eða fyllt og yfirleitt ilmandi. Þær verða yfirleitt ekki mjög hávaxnar hér, en þurfa þó stuðning, því greinarnar standa ekki undir stórum blómklösunum. Þær eru líklegast frekar viðkæmar hérlendis, þó óljóst sé hversu margar sortir hafi verið reyndar hér.
bottom of page