top of page

Terósablendingar (Hybrid Tea)

Terósablendingar urðu til við kynblöndun milli hinna viðkvæmu terósa og harðgerðari síblómstrandi blendinga.  Útkoman varð glæsilegar plöntur sem voru harðgerðar um stærstan hluta vestur- og mið-Evrópu, síblómstrandi með stórum, fagurlega löguðum blómum í öllum litaskalanum að bláum undanskildum.  Þær eru enn í dag vinsælustu garðrósirnar á heimsvísu.  Því miður eru fæstar nógu harðgerðar til að þrífast vel hérlendis, þó nokkrar undantekningar séu þar á, en þær þurfa nokkuð nostur til að blómstra vel.

'Blue Moon'

'Blue Moon' er terósarblendingur með fylltum, lillabláum blómum.

'Blue Parfum'

'Blue Parfum' er terósarblendingur með fylltum, lillabláum blómum.

'Chicago Peace'

'Chicago Peace' er terósablendingur með fylltum, ferskjugulum og bleikum blómum.

'Doris Tysterman'

'Doris Tysterman' er terósablendingur með fylltum, appelsínugulum blómum. Viðkvæm, þrífst best í gróðurhúsi.

'Duftwolke'

sh. 'Fragrant Cloud' ; 'Nuage Parfumé'

'Duftwolke' er terósablendingur með fylltum, kóralrauðum blómum.

'Flora Danica'

sh. 'Garden News' ; 'Spellbound'

'Flora Danica' er terósablendingur með fylltum, appelsínugulum blómum.

'Nostalgie'

sh. 'La Garçonne'; 'Nostalgia'

'Nostalgie' er terósablendingur með fylltum, blómum sem opnast kremhvít og roðna svo með aldrinum.

'Osiria'

'Osiria' er terósablendingur með fylltum, tvílitum, rauðum og hvítum blómum.

'Pascali'

sh. 'Blanche Pasca'

'Pascali' er terósablendingur með fylltum, hvítum blómum.

'Peace'

sh. 'Gloria Dei' ; 'Madame Antoine Meilland'

'Peace' er terósablendingur með fylltum, gulum blómum með bleikum jöðrum.

'Piccadilly'

'Piccadilly' er terósablendingur með fylltum, tvílitum blómum. Krónublöðin eru rauð á efra borði og gul á því neðra.

'Troika'

sh. 'Royal Dane' ; 'Adele Duttweiler'

'Troika' er terósablendingur með fylltum, ferskjugulum - bleikum blómum.

'Whisky Mac'

sh. 'Whisky'

'Whisky Mac' er terósablendingur með fylltum, ferskjugulum - bleikum blómum.

bottom of page