top of page
Mýrastigi

Abies lasiocarpa var. arizonica

Korkfjallaþinur

Þallarætt

Pinaceae

Height

um 5 - 15 m

Flower color

kk - gulbrúnn, kvk - dökkfjólublár

Flowering

maí - júní

Flower arrangement

könglar

The age

könglar

Leaf color

blágrænn

Lighting conditions

sól - skuggi

Soil

vel framræstur, frjór, sendinn

pH

súrt

Toughness

þarf frekar skjólgóðan stað, þrífst þá vel

Homecoming

sunnanverð Klettafjöll og fjöll í Arizona

Ættkvíslin Abies tilheyrir þallarætt, Pinaceae. Þetta eru stórvaxin tré, með heimkynni í fjalllendi  víða á norðurhveli jarðar. Helsta einkenni ættkvíslarinnar er mjúkt barr sem vísar upp frá greinunum. Þinir eru skuggþolnir og nægjusamir. Flestar tegundir vaxa á stöðum þar sem meginlandsloftslag er ríkjandi og því geta vetrarumhleypingar valdið skemmdum á nýjum sprotum.

Fjölgun:


Sáning - þarf kaldörvun, best sáð um miðjan nóvember


Fræ lagt í bleyti í 24 klst og síðan blandað rökum vikri og geymt í rennilásapoka í ísskáp í 6-8 vikur. Að þeim tíma loknum er fræinu sáð í sáningarbox, hulið með þunnu lagi af vikri og haft við stofuhita fram að spírun. 

Korkfjallaþinur er sígrænt tré sem getur orðið 6 - 15 m á hæð hér á landi, en hægt er að stýra vextinum með klippingu. Hann er afbrigði af fjallaþini, með þykkari korkkenndum berki og blárra barri. Það er stutt, mjúkt og uppsveigt eins og á öðrum þintegundum.  Hann þrífst best á skjólgóðum stað og getur kalið ef það næðir of mikið um hann.  Hann þolir nokkurn skugga og vex best í frekar súrum, vel framræstum, frjóum jarðvegi. 

Do you have a photo or experience with this plant?

You can share photos and experiences here.

bottom of page