Acer ginnala
Síberíuhlynur
Hlynsætt
Aceraceae
Height
um 3 - 6 m
Flower color
gulhvítur
Flowering
Flower arrangement
The age
Leaf color
grænn
Lighting conditions
sól - hálfskuggi
Soil
vel framræstur
pH
súrt - hlutlaust
Toughness
hættir við kali
Homecoming
Rússland, N-Kína
Ættkvíslin Acer, hlynir, er stór ættkvísl tæplega 130 tegunda sem tilheyrðu áður hlynsætt, Aceraceae en eru nú flokkaðir í sápuberjaætt, Sapindaceae, Ættkvíslin er útbreiddust í Asíu en finnst einnig víðar á norðurhveli jarðar. Eitt einkenni ættkvíslarinnar eru vængjuð fræ sem standa tvö og tvö saman og flestar tegundir hafa handflipótt eða handsepótt lauf. Ættkvíslin er þekkt fyrir mikla haustlitadýrð.
Fjölgun:
Sáning, sáð að hausti. Fræ þarf mjög langa kaldörvun.
Fræ lagt í bleyti í volgu vatni í 24 klst. og síðan blandað í rakan vikur í rennilásapoka og geymt í ísskáp í 3-4 mánuði. Einnig hægt að sá strax í sáningarbox og geyma úti fram á vor. Síðan haft við stofuhita fram að spírun.
Síberíuhlynur getur verið stórvaxinn runni, eða lítið, margstofna tré með grænu, gljáandi laufi. Hann fær gula og rauða haustliti. Hann er mjög frostþolinn, en þrífst best í meginlandsloftslagi. Honum hættir því við kali hér á landi og þarf frekar skjólgóðan stað. Hann getur vaxið í sól eða hálfskugga og þrífst best í vel framræstum, aðeins súrum jarðvegi.