Acer shirasawanum 'Aureum'
Stjörnuhlynur
Hlynsætt
Aceraceae
Height
óvíst hér á landi, um 4 - 6 m erlendis
Flower color
rauður
Flowering
í júní, eftir laufgun
Flower arrangement
The age
rauðleitar, vængjaðar hnotur
Leaf color
gulgrænn
Lighting conditions
sól - hálfskuggi
Soil
vel framræstur, frekar rakur
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Toughness
takmörkuð reynsla, þarf vetrarskýlingu
Homecoming
garðaafbrigði
Ættkvíslin Acer, hlynir, er stór ættkvísl tæplega 130 tegunda sem tilheyrðu áður hlynsætt, Aceraceae en eru nú flokkaðir í sápuberjaætt, Sapindaceae, Ættkvíslin er útbreiddust í Asíu en finnst einnig víðar á norðurhveli jarðar. Eitt einkenni ættkvíslarinnar eru vængjuð fræ sem standa tvö og tvö saman og flestar tegundir hafa handflipótt eða handsepótt lauf. Ættkvíslin er þekkt fyrir mikla haustlitadýrð.
Fjölgun:
Ágræðsla.
'Aureum' er sort af stjörnuhlyn sem verður smávaxið tré 4-6 m erlendis, óvíst um stærð hér á landi. Eins og yrkisheitið bendir til er laufið gulgrænt á lit með gylltum haustlitum. Eins og aðrir hlynir þarf þetta afbrigði skjólgóðan stað í sól eða hálfskugga og vel framræstum, jafnrökum jarðvegi. Takmörkuð reynsla en þarf líklega vetrarskýlingu.