top of page
Mýrastigi

Aesculus hippocastanum

Hrossakastanía

Sápuberjaætt

Sapindaceae

Height

6 - 10 m

Flower color

kremhvítur

Flowering

-

Flower arrangement

-

The age

-

Leaf color

grænn

Lighting conditions

sól

Soil

vel framræstur, frjór, rakur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Toughness

þarf mjög skjólsælan stað

Homecoming

Balkanskagi

Ættkvíslin Aesculus, hrossakastaníur, tilheyrir sápuberjaætt, Sapindaceae. Um 20 tegundir tilheyra ættkvíslinni sem eiga heimkynni í N-Ameríku og Evrasíu. Einkenni ættkvíslarinnar eru fingruð laufblöð, hvít eða bleik blóm í stórum píramídalaga skúfum og hnöttótt aldin sem geta verið með eða án gadda. Tegundir ættkvíslarinnar eru eitraðar.

Fjölgun:


Sáning: sáð að hausti eða vetri. 


Fræi sáð að hausti - fræ hulið og haft úti á skýldum stað fram á vor. Fræ þarf 20°C til að spíra, svo færa þarf pottana inn í stofuhita að vori fyrir spírun.


eða


Fræi blandað í rakan vikur og geymt í plastpoka í ísskáp í 3 mánuði áður en því er sáð og haft við stofuhita fram að spírun.


Hrossakastanía er frekar viðkvæmt tré, sem getur orðið nokkuð hávaxin við góð skilyrði. Þarf sólríkan og skjólsælan vaxtarstað. Fær appelsínugula og rauða haustliti.


Do you have a photo or experience with this plant?

You can share photos and experiences here.

bottom of page