top of page

Chamaecyparis nootkatensis

Fagursýprus

Grátviðarætt

Cupressaceae

Height

2 - 6 m

Flower color

-

Flowering

-

Flower arrangement

könglar

The age

könglar

Leaf color

grænn

Lighting conditions

hálfskuggi

Soil

vel framræstur, frjór, rakur

pH

súrt - hlutlaust

Toughness

þarf skjólgóðan stað

Homecoming

NV-strönd N-Ameríku norður til Alaska

Ættkvíslin Chamaecyparis tilheyrir grátviðarætt, Cupressaceae. Ættkvíslin telur sjö tegundir með heimkynni í austur Asíu og vestanverðri N-Ameríku. Tegundir ættkvíslarinnar vaxa í skuggsælum strandskógum þar sem úrkoma er mikil. Þær þurfa því gott skjól og jafnan jarðraka.

Fjölgun:


Græðlingar síðsumars


Sáning - þarf langa kaldörvun, best sáð í ágúst - september

Fræ lagt í bleyti í 24 klst. og síðan blandað rökum vikri og geymt í rennilásapoka í ísskáp í 6 mánuði. Að þeim tíma loknum er fræinu sáð í sáningarbox, hulið með þunnu lagi af vikri og haft við stofuhita fram að spírun.

Alaskasýprus er sígrænt tré með grænu barri sem getur náð 30 m hæð í heimkynnum sínum á NV-strönd N-Ameríku alveg norður til Alaska. Hann þarf skjólgóðan stað í hálfskugga í frjóum, rökum, vel framræstum, veik súrum jarðvegi.  Mikilvægt er að verja hann fyrir morgunsól á vorin, hann getur sólbrunnið illa í frosti.

Do you have a photo or experience with this plant?

You can share photos and experiences here.

bottom of page