Cornus alba 'Sibirica'
Mjallarhyrnir
Skollabersætt
Cornaceae
Height
allt að 2 m
Flower color
hvítur
Flowering
júní
Flower arrangement
-
The age
-
Leaf color
grænn
Lighting conditions
sól
Soil
vel framræstur, frjór, lífefnaríkur
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Toughness
þrífst vel í þokkalegu skjóli
Homecoming
garðaafbrigði
Ættkvíslin Cornus, hyrnar, er ættkvísl um 30-60 tegundir í skollabersætt, Cornaceae með útbreiðslu um nyrðra tempraða beltið. Þær tegundir sem vaxa hér bera lítil hvít blóm í klösum en suðlægari tegundir blómstra margar stórum hvítum blómum sem setja mikinn svip á umhverfið á vorin.
Fjölgun:
Sumargræðlingar
'Sibirica' er afbrigði af mjallarhyrni með eldrauðum greinum sem mikil prýði er af yfir vetrarmánuðina. Það þarf gott skjól, en kelur þó yfirleitt alltaf eitthvað. Getur blómstrað ef vel árar, en þarf þá að vaxa á sólríkum stað. Næga sól þarf líka til að ná fram sterkum haustlitum, sem geta verið frá gulu yfir í rautt.