Elaeagnus commutata 'Skíma'
Silfurblað
Silfurblaðsætt
Elaeagnaceae
Height
1 - 1,5 m
Flower color
gulur
Flowering
júní - júlí
Flower arrangement
The age
-
Leaf color
grágrænn
Lighting conditions
sól - hálfskuggi
Soil
vel framræstur, sendinn
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Toughness
nokkuð harðgert
Homecoming
N-Ameríka
Elaeagnus, silfurblað, er ættkvísl rúmlega 50 tegunda í silfurblaðsætt, Elaeagnaceae sem allar eiga heimkynni í Asíu, utan ein, silfurblað, sem er upprunnin í vestanverðri N-Ameríku. Einkenni ættkvíslarinnar eru silfurlituð laufblöð. Blómin eru mjög smá, án krónublaða og oft ilmandi. Margar tegundir ættkvíslarinnar eru í sambýli með niturbindandi gerlum og get því vaxið í rýrum jarðvegi.
Fjölgun:
Græðlingar - vetrar eða sumargræðlingar
Sveiggræðsla
Sáning - best sáð að hausti.
Fræið lagt í bleyti í volgu vatni í a.m.k. 6 klst. og síðan rétt hulið með vikri.
Ef sáð er að hausti er best að láta sáningarboxin standa úti fram á vor. Spírar við stofuhita.
Ef fræ er ekki ferskt þegar því er sáð þarf það kaldörvun í 3 mánuði.
Silfurblað í fíngerður runni sem getur náð 1 - 1,5 m hæð með silfruðu laufi. Blómin eru mjög smá, gul og ekki áberandi. Þrífst best í sól eða hálfskugga í vel framræstur, sendnum jarðvegi.