top of page
Mýrastigi

Larix sibirica

Síberíulerki

Þallarætt

Pinaceae

Height

20 - 25 m

Flower color

kvenkönglar: skærbleikur

Flowering

apríl - maí

Flower arrangement

könglar

The age

könglar

Leaf color

grænn

Lighting conditions

sól

Soil

vel framræstur, sendinn, rýr

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Toughness

harðgert

Homecoming

Síbería, NA-Rússland

Ættkvíslin Larix, lerki, tilheyrir þallarætt, Pinaceae, og telur 10 tegundir sem vaxa flestar við meginlandsloftslag. Þær hafa mjúkar nálar sem falla á haustin.

Fjölgun:


Sáning, sáð í október-nóvember

Fræ lagt í bleyti í sólarhring og svo blandað rökum vikri í rennilásapoka og geymt í kæli í 60 daga. Eftir kaldörvun er fræinu sáð í sáðbox og haft við stofuhita fram að spírun.

Síberíulerki er stórvaxið barrtré með mjúku barri sem fær gula haustliti og fellir svo barrið. Það blómstrar í apríl - maí, karlkönglarnir eru gulir og kvenkönglarnir skærbleikir. Það er of stórvaxið í heimilisgarða, en það er auðvelt að formklippa það í keilur eða kúlur. Harðgerð tegund, mikið notuð í skógrækt um allt land. Það vex í sambýli við lerkisvepp, sem gerir því kleift að vaxa í rýrum jarðvegi.

Do you have a photo or experience with this plant?

You can share photos and experiences here.

bottom of page