top of page

Picea engelmannii

Blágreni

Þallarætt

Pinaceae

Height

um 20-40 m

Flower color

kk gulur, kvk rauður

Flowering

maí - júní

Flower arrangement

reklar

The age

könglar

Leaf color

blágrænn

Lighting conditions

sól

Soil

frjór, rakur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Toughness

harðgert

Homecoming

vestanverð N-Ameríka

Ættkvíslin Picea, greni, er ættkvísl um 35 tegunda í þallarætt, Pinaceae. Þetta eru stórvaxin tré með heimkynni dreifð um barrskógabeltið á norðurhveli jarðar.

Fjölgun:


Sumar, haust eða vetrargræðlingar


Sáning, sáð í október-nóvember

Fræ lagt í bleyti í sólarhring og svo blandað rökum vikri í rennilásapoka og geymt í kæli í 6-8 vikur. Eftir kaldörvun er fræinu sáð í sáðbox, hulið með vikri og haft við stofuhita fram að spírun.

Blágreni er hægvaxta grenitegund sem getur náð 20-40 m hæð. Það nær fullri stærð á um 150 árum og getur náð 500 - 600 ára aldri.  Það verður með tímanum of stórt fyrir venjulega heimilisgarða, en hægt er að halda vextinum í skefjum með klippingu, eða fella það áður en það verður of stórt um sig.  Það þarf frekar rakan, frjóan jarðveg en vex þó í flestum jarðvegsgerðum.


Do you have a photo or experience with this plant?

You can share photos and experiences here.

bottom of page