top of page
Mýrastigi

Pinus contorta

Stafafura

Þallarætt

Pinaceae

Height

allt að 10 - 25 m

Flower color

kk gulur-appelsínugulur, kvk purpurarauður

Flowering

maí - júní

Flower arrangement

reklar

The age

könglar

Leaf color

grænn

Lighting conditions

sól

Soil

vel framræstur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Toughness

harðgerð

Homecoming

vestanverð N-Ameríku

Ættkvíslin Pinus, fura, er stór ættkvísl í þallarætt, Pinaceae, sem telur rúmlega 100 tegundir. Heimkynni þeirra eru dreifð um norðurhvel jarðar. Einkenni ættkvíslarinnar eru langar nálar sem vaxa í knippum, oftast 2-5 nálar í knippi.

Fjölgun:


Sáning, sáð í október-nóvember

Fræ lagt í bleyti í sólarhring og svo blandað rökum vikri í rennilásapoka og geymt í kæli í 45 daga. Eftir kaldörvun er fræinu sáð í sáðbox og haft við stofuhita fram að spírun. Kaldörvun er ekki nauðsynleg, en eykur spírunarhlutfall.

Stafafura er furutegund sem er mikið notuð í skógrækt, en hentar síður sem garðtré vegna stærðar. Hún er harðgerð og á það til að sá sér út þar sem skilyrði eru góð og eru skiptar skoðanir á því hvort það sé góð eða slæm þróun. Hún vex best í sól í vel framræstum jarðvegi.

Do you have a photo or experience with this plant?

You can share photos and experiences here.

bottom of page