Sorbus aria 'Lutescens'
Aria edulis
Seljureynir
Rósaætt
Rosaceae
Height
4 - 6 m
Flower color
hvítur
Flowering
júní
Flower arrangement
-
The age
rauð ber
Leaf color
grænn, nývöxtur silfraður
Lighting conditions
sól - hálfskuggi
Soil
vel framræstur, frjór
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Toughness
harðgerður
Homecoming
Garðaafbrigði. Tegundin vex villt um stóran hluta Evrópu, tempruð svæði í Asíu og Norður-Afríku.
Ættkvíslin Sorbus, reyniviðir, er stór ættkvísl um 100-200 tegunda í rósaætt, Rosaceae með heimkynni á norðurhveli. Ein tegund, reyniviður, er innlend. Sumir grasafræðingar vilja skipta ættkvíslinni upp í fjórar ættkvíslir eftir lögun laufblaða og aldingerð. Eru þá tegundir með fjaðrað lauf áfram í Sorbus en tegundir með heil lauf í ættkvíslinni Aria. Verður þeirri skiptingu ekki fylgt hér.
Fjölgun:
Sumargræðlingar eða ágræðsla
Seljureynir er smávaxið tré sem verður um 4-6 m hérlendis. Það blómstrar hvítum blómum í júní-júlí og þroskar rauð ber. 'Lutescens' er yrki með silfruðu laufi. Harðgert.