![]() |
---|
Sorbus ulleungensis 'Dodong'
Sorbus ulleungensis 'Olympic Flame'
Pálmareynir
Ulleungreynir, Dodongreynir
Rósaætt
Rosaceae
Height
um 4-8 m
Flower color
hvítur
Flowering
júní
Flower arrangement
-
The age
rauð ber
Leaf color
grænn
Lighting conditions
sól - hálfskuggi
Soil
vel framræstur, frjór
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Toughness
harðgerður
Homecoming
Garðayrki, tegundin vex á Ulleungdo eyju í S-Kóreu.
Ættkvíslin Sorbus, reyniviðir, er stór ættkvísl um 100-200 tegunda í rósaætt, Rosaceae með heimkynni á norðurhveli. Ein tegund, reyniviður, er innlend. Sumir grasafræðingar vilja skipta ættkvíslinni upp í fjórar ættkvíslir eftir lögun laufblaða og aldingerð. Eru þá tegundir með fjaðrað lauf áfram í Sorbus en tegundir með heil lauf í ættkvíslinni Aria. Verður þeirri skiptingu ekki fylgt hér.
Fjölgun:
Ágræðsla
Pálmareynir er smávaxið tré sem getur orðið allt að 4-8 m á hæð. Hann blómstrar hvítum blómum í júní og þroskar rauð ber. Mjög sterkir haustlitir frá gulu yfir í rautt. Annað yrkisheiti 'Olympic Flame' vísar í þessa miklu haustlitadýrð. Virðist nokkuð harðgerður.
Sorbus ulleungensis er kenndur við Ulleungdo eyju í S-Kóreu, en það er eini staðurinn þar sem tegundin vex villt. 'Dodong' er yrki sem fékkst upp af fræi í Svíþjóð, sem var safnað á Ulleungdo eyju 1976. Dodong er heiti hafnarinnar á Ulleungdo eyju. Yrkið hefur síðar fengið yrkisheitið 'Olympic Flame' en er þekkt hér á landi undir yrkisheitinu 'Dodong' og jafnvel nefnt dodongreynir. Ulleungreynir hefur einnig verið nefndur pálmareynir sem vísar til pálmalagaðra laufblaða.