top of page
Mýrastigi

Sorbus x hostii

Úlfareynir

Rósaætt

Rosaceae

Height

um 3-5 m

Flower color

bleikur

Flowering

júní

Flower arrangement

-

The age

rauð ber

Leaf color

dökkgrænt á efra borði, silfrað á neðra

Lighting conditions

sól - hálfskuggi

Soil

vel framræstur, frjór

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Toughness

harðgerður

Homecoming

Alpafjöll

Ættkvíslin Sorbus, reyniviðir, er stór ættkvísl um 100-200 tegunda í rósaætt, Rosaceae með heimkynni á norðurhveli. Ein tegund, reyniviður, er innlend. Sumir grasafræðingar vilja skipta ættkvíslinni upp í fjórar ættkvíslir eftir lögun laufblaða og aldingerð. Eru þá tegundir með fjaðrað  lauf áfram í Sorbus en tegundir með heil lauf í ættkvíslinni Aria. Verður þeirri skiptingu ekki fylgt hér.

Fjölgun:


Græðlingar

Sumargræðlingar


Sáning - best sáð að hausti

Fræin spíra best ef þau eru hreinsuð úr berjunum og aldinkjötið þvegið vel af þeim. Fræin rétt hulin með vikri og höfð úti á skýldum stað fram á vor. Fræ spírar við lágt hitastig.

Úlfareynir er smávaxið tré eða stórvaxinn runni sem blómstrar bleikum blómum og þroskar rauð ber. Laufið er dökk grænt og silfrað á neðra borði. Harðgerður og seltuþolinn.


Talinn vera náttúrulegur blendingur alpareynis (Sorbus mougeotii) og blikreynis (Sorbus chamaemespilus). 

Do you have a photo or experience with this plant?

You can share photos and experiences here.

bottom of page