top of page

Taxus baccata 'Repandens'

Ýviður

Ýviðarætt

Taxaceae

Height

um 60 - 120 cm

Flower color

kk gulbrúnn, kvk grænn

Flowering

júní

Flower arrangement

The age

rautt aldin

Leaf color

dökkgrænn

Lighting conditions

sól - skuggi

Soil

vel framræstur, má vera kalkríkur, jafnrakur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Toughness

takmörkuð reynsla

Homecoming

garðayrki, tegundin vex villt í Evrópu og V-Asíu

Taxus, ýviðir, er lítil ættkvísl í ýviðarætt, Taxaceae. Allar tegundir ættkvíslarinnar eru náskyldar og sumir grasafræðingar vilja skilgreina þær allar sem undirtegundir af ýviði, Taxus baccata. Aðrir skilgreina 9 tegundir. Ýviðir hafa flatar, dökkgrænar nálar sem eru mjúkar viðkomu og þroska köngla sem líkjast opnum rauðum berjum sem umlykja eitt fræ. Þeir eru oftast einkynja (þ.e. plöntur eru annaðhvort kk eða kvk), þó það sé ekki algilt. Allir hlutar eru eitraðir að berjunum undanskildum, þar með talin fræin. Nokkur krabbameinslyf hafa verið þróuð út frá taxane eiturefnunum sem finnast í ýviðartegundum. Viðurinn er sveigjanlegur og var notaður í bogagerð. Ýviðir eru mikið notaðir í formklippingar erlendis. 

Fjölgun:


Sumargræðlingar

'Repandens' er lágvaxið yrki af ývið með breiðan, flatan vöxt og dökkgrænt barr. Það verður um 60 - 120 cm á hæð og einhverjir fermetrar að umfangi. Það er þó óþarfi að stúka af hálfan garðinn fyrir það, það vex hægt og auðvelt að snyrta til með klippingu. Ýviður er hægvaxta og þetta yrki er 20-50 ár að ná fullri stærð erlendis. Ýviður er nokkuð skuggþolinn og getur þrifist hvort sem er í sól eða skugga. Hann þrífst best í vel framræstum, jafnrökum jarðvegi, sem má vera kalkríkur, en þarf ekki að vera það.

Do you have a photo or experience with this plant?

You can share photos and experiences here.

bottom of page