![]() |
---|
Thuja koraiensis
Kóreulífviður
Grátviðarætt
Cupressaceae
Height
1-2 m, allt að 9 m erlendis
Flower color
Flowering
Flower arrangement
The age
könglar
Leaf color
dökkgrænn
Lighting conditions
sól - hálfskuggi
Soil
vel framræstur, frjór
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Toughness
þrífst vel
Homecoming
Kórea
Ættkvíslin Thuja, lífviðir, er lítil ættkvísl 5 tegunda í grátviðarætt, Cupressaceae, með heimkynni í Asíu og N-Ameríku. Þetta eru sígrænir runnar eða tré með hreisturkenndu laufi á flötum greinum.
Fjölgun:
Síðsumarsgræðlingar, vetrargræðlingar
Sáning að hausti eða vori
Fræ lagt í bleyti í 24 klst. og síðan sáð í sáningarbox og rétt hulið. Haft úti eða í reit fram á vor og þá tekið inn í stofuhita eða í gróðurhús til að spíra.
Kóreulífviður getur vaxið sem breiður runni eða lítið tré allt að 9 m að hæð. Hann er sjaldgæfur í heimkynnum sínum í austurhluta Kína og Kóreu. Laufið er hreisturkennt, grænt á efra borði og hvítt á því neðra. Hann þrífst best í sól eða hálfskugga í frjóum, vel framræstum, rökum jarðvegi. Þrífst ágætlega. Samkvæmt upplýsingum á vef Lystigarðs Akureyrar hafa nokkrar plöntur vaxið í Hallormsstaðaskógi síðan 1954 og hafa nú náð rúmum meter á hæð.