top of page

Notkun á vefkökum

Þessi síða notar vefkökur til að muna eftir notendum og bæta upplifun þeirra á notkun síðunnar.

Vefkökur eru litlar textaskrár sem vistaðar eru í tölvu eða snjalltæki þegar síðan er heimsótt í fyrsta sinn. Þær gera það að verkum að vefsíðan man eftir notanda næst þegar síðan er heimsótt. Vefkökur innihalda ekki persónuupplýsingar eins og nafn, netfang eða kennitölu.

Vefkökur eru einnig notaðar til vefmælinga með Google Analytics til að greina umferð á síðunni. Upplýsingar sem notaðar eru í þessum tilgangi eru t.d. tegund vafra, stýrikerfis og skjástærð notenda, fjöldi og lengd heimsókna og leitarorð. Þessar upplýsingar eru notaðar við þróun á vefsíðunni.

Það má stýra því hvernig vefkökur eru notaðar í tilteknum vöfrum og jafnvel hætta notkun þeirra. Hér eru leiðbeiningar á ensku um hvernig hægt er að stýra notkun á vefkökum.

Persónuverndarstefna

Til þess að nota spjallsíðu Garðaflóru, þarf að stofna notandaaðgang. Það má gera með því að skrá sig inn með Facebook eða Google aðgangi, eða með tölvupóstfangi og notandanafni. Mælt er með að nota Facebook eða Google aðgang, því þá er minni hætta á ruglingi eða stofnun á fleiri en einum aðgangi, ef gleymist hvaða netfang og lykilorð voru notuð.

Notandanafn, prófílmynd og þátttaka á spjallinu eru sýnileg öðrum notendum síðunnar. Allir flokkar spjallsins fyrir utan umfjöllun um garðaflóruna eru aðeins sýnilegir öðrum innskráðum notendum.

Síðan geymir skrá yfir notendanöfn og tölvupóstföng þeirra sem hafa skráð sig inn. Þeim upplýsingum er ekki deilt með 3ja aðila og eru ekki notaðar í öðrum tilgangi en að veita aðgang að spjallinu. Hægt er að eyða aðgangi sínum og er þessum upplýsingum þá eytt um leið.

Þeir sem skrá sig á póstlista Garðaflóru fá tilkynningar um nýjar vörur, pöntunarlista fyrir fræ, lauka og plöntur og áminningar þegar frestur til að panta er að renna út. Póstlistinn er ekki notaður í öðrum tilgangi.

bottom of page