top of page

'Félicité Parmentier'

Bjarmarósir (Alba)

Uppruni

Parmentier, Frakklandi 1836

Hæð

um 60 - 150 cm

Blómlitur

bleikur

Blómgerð

fyllt

Blómgun

einblómstrandi, júlí - ágúst

Ilmur

sterkur

Aldin

-

Lauflitur

grágrænn

Birtuskilyrði

sól - hálfskuggi

Jarðvegur

frjór, lífefnaríkur, vel framræstur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

þrífst vel í góðu skjóli

Bjarmarósir eru afkomendur bjarmarósar, Rosa alba. Flestar með mikið fyllt blóm, bleikar eða hvítar með grágrænu laufi og mjög sterkum ilmi. Þær voru mikið ræktaðar á 19. öld.  Bjarmarósir þrífast vel hérlendis í góðu skjóli.  Þær þola skugga part úr degi.

Erlendir harðgerðiskvarðar:

USDA zone:  4b

Skandínavíski kvarði:  H4

Bjarmarós með fylltum, bleikum blómum. Eins og flestar aðrar antíkrósir blómstrar hún á eldri greinar, svo snyrting ætti að takmarkast við að klippa kal í burtu. Kelur ekki mikið í góðu skjóli. Blómgun nokkuð örugg.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page