Bjarmarós
'Félicité Parmentier' er frönsk bjarmarós frá 19. öld með þéttfylltum, fölbleikum blómum. Ég gróðursetti hana 2008 í gamla garðinum mínum og hún þreifst ágætlega þar og blómstraði vel. Hún drapst eftir flutninginn. Hún þolir léttan skugga part úr degi, en þarf frekar skjólgóðan stað.