Rósalaukur er mjög áberandi í blóma, með sín skærbleiku blóm í kúlulaga sveip. Hann er mjög harðgerður og gerir litlar kröfur. Það eina sem mér finnst vera galli við hann er hvað blómstönglarnir eru veikir, svo að þeir vilja leggjast út af. Laufið visnar eftir blómgun, svo hann skilur eftir sig auðan blett. Það þarf því að gera ráð fyrir því þegar plöntur eru valdar í kringum hann.
top of page
bottom of page