![](https://static.wixstatic.com/media/a27d24_cf68284a0a2e4ac2929065f0e460965c~mv2_d_1664_2360_s_2.jpg/v1/fill/w_980,h_1390,al_c,q_85,usm_0.66_1.00_0.01,enc_auto/a27d24_cf68284a0a2e4ac2929065f0e460965c~mv2_d_1664_2360_s_2.jpg)
Haustsnotra er nokkuð hávaxin af snotru að vera og ólíkt flestum öðrum tegundum, sem blómstra á vorin eða snemmsumars, blómstrar hún ekki fyrr en í ágúst. Ég fékk þessa plöntu í plöntuskiptum fyrir mörgum árum og hefur hún blómstrað árvisst og reynst mjög harðgerð. Virkilega flott planta.