
'Crimson Star' er fallegt garðaafbrigði með rauðum og kremhvítum blómum, með löngum sporum. Ég keypti þennan í pakka frá Costco 2018 og hann blómstraði í fyrsta sinn núna í sumar. Vatnsberar eru nokkuð skuggþolnir, en þeir þrífast og blómstra betur í sól eða hálfskugga. Einu jarðvegskröfurnar eru að jarðvegurinn sé vel framræstur, en betra er að hann sé frekar frjór líka. Mér fannst vissara að bjóða svona fínni sort upp á bestu skilyrði svo hann lifi nú sem lengst.
Mjög fallegur afbrigði. Finnst þér hann fallegri en ,red hobbit’?
Red Hobbit hefur ekki blómstrað ennþá hjá mér, svo ég veit það ekki. En hann á líka að vera lágvaxinn og mögulega eru blómin líka minni. Ég er að vona að hann blómstri næsta sumar.