Mjög fallegt afbrigði af garðavatnsbera með gulum blómum með löngum útsveigðum sporum. Hann hefur reynst mjög blómsæll og stendur lengi í blóma. Því miður hef ég ekkert yrkisnafn. Planta frá Möggu.
Mig minnir að ég hafi fengið fræin frá kunningjakonu minni í Belgíu undir nafninu ‘Yellow Giant’.’
Ég finn ekki upplýsingar um 'Yellow Giant', annað en eina auglýsingu um fræ. En það eru til 'Yellow Star' og 'Yellow Queen' sem virðast útbreiddari.