Jan 25, 2018

Campanula medium - Sumarklukka

2 comments

 

 

Sumarklukka er tvíær og blómstrar á öðru ári. Hún er stundum til sölu hjá gróðrarstöðvum og er þá á öðru ári og er því í raun eins og sumarblóm.

Þetta er glæsileg planta með stórum pýramídalöguðum blómklasa. Blómin geta verið hvít, bleik eða fjólublá.

 

Ég freistaðist til að kaupa plöntu einu sinni, en ég hef ekki nennt að rækta mikið tvíærar plöntur nema þær geti séð um að viðhalda sér sjálfar, eins og t.d. fingurbjargarblómin.

Jan 25, 2018

Sumarklukkan er glæsileg! Þarf maður að sá fyrir henni inni?

Hvað er hún há?

Já, ég held að það þurfi að forrækta hana inni - hún sáði sér ekkert sjálf. Hún var svona 50-60 cm á hæð.

New Posts
  • Mjög fallegt afbrigði af garðavatnsbera með gulum blómum með löngum útsveigðum sporum. Hann hefur reynst mjög blómsæll og stendur lengi í blóma. Því miður hef ég ekkert yrkisnafn. Planta frá Möggu.
  • Þetta er sjálfsáður blendingur sem birtist í garðinum mínum, sem er greinilega afkomandi skógarvatnsbera afbrigðisins 'Magpie'. Blómliturinn er sá sami, en blómin eru stærri, jafn stór og á garðavatnsberum, svo hitt foreldrið er líklega af þeim meiði. Sporarnir eru innsveigðir eins og á skógarvatnsbera. Mér finnst þessi fallegri en frumgerðin og hann er jafn harðgerður og aðrir vatnsberar.
  • 'Crimson Star' er fallegt garðaafbrigði með rauðum og kremhvítum blómum, með löngum sporum. Ég keypti þennan í pakka frá Costco 2018 og hann blómstraði í fyrsta sinn núna í sumar. Vatnsberar eru nokkuð skuggþolnir, en þeir þrífast og blómstra betur í sól eða hálfskugga. Einu jarðvegskröfurnar eru að jarðvegurinn sé vel framræstur, en betra er að hann sé frekar frjór líka. Mér fannst vissara að bjóða svona fínni sort upp á bestu skilyrði svo hann lifi nú sem lengst.

gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon