Fagurklukka er undurfögur bláklukkutegund með mjög stórum ljósbláum klukkum. Blómin eru flest í lágri hvirfingu, svo hún er ekki há í loftinu fyrir blómgun. Blómstönglarnir geta þó orðið yfir 60 cm á hæð og þurfa helst stuðning. Harðgerð, en þarf sólríkan stað til að blómstra vel.
top of page
bottom of page
Ja, miðað við það að hún lifði það af að dúsa í geymslubeðinu mínu í fjögur ár og hvað hún tekur sig vel út í móanum hjá Möggu, mætti ætla að hún sé þokkalega hörð af sér, svo það ætti að vera nokkuð góðar líkur á að hún lifi hjá þér Guðrún. :)
Guðrún varst þú ekki búin að fá fagurklukku hjá mér💕? Hvernig dafnar hún? Ég á væntanlega nóg í vor ef þessir angar sen ég setti niður í haust lifa af veturinn.
Það sem hún er flott. Eins og drottning. Takk!
Her er hin
Þessar myndir af fagurklukkunni voru teknar í móanum i Jarphaga í júlí 2016.
Glæsileg 😍 Sú var ekki að spara blómin. Ég man eftir mjög fallegri mynd af henni í móanum hjá þér. Ef þú finnur hana máttu gjarnan deila henni líka. 😀
Afar fögur planta. Ég á nokkrar í sveitinni. Hér er nærmynd af þeirri stærstu, tekin í sumar.
Hún var orðin gríðarlega stór þarna og lagðist yfir Rhapsody in blue rósina sem er við hliðina svo að ég þurfti að binda hana þétt saman