Jan 25, 2018

Campanula persicifolia - Fagurklukka

9 comments

 

 

Fagurklukka er undurfögur bláklukkutegund með mjög stórum ljósbláum klukkum. Blómin eru flest í lágri hvirfingu, svo hún er ekki há í loftinu fyrir blómgun. Blómstönglarnir geta þó orðið yfir 60 cm á hæð og þurfa helst stuðning. Harðgerð, en þarf sólríkan stað til að blómstra vel.

Jan 28, 2018Edited: Jan 29, 2018

Afar fögur planta. Ég á nokkrar í sveitinni. Hér er nærmynd af þeirri stærstu, tekin í sumar.

Hún var orðin gríðarlega stór þarna og lagðist yfir Rhapsody in blue rósina sem er við hliðina svo að ég þurfti að binda hana þétt saman

 

Glæsileg 😍 Sú var ekki að spara blómin. Ég man eftir mjög fallegri mynd af henni í móanum hjá þér. Ef þú finnur hana máttu gjarnan deila henni líka. 😀

Jan 29, 2018

Þessar myndir af fagurklukkunni voru teknar í móanum i Jarphaga í júlí 2016.

 

 

Jan 29, 2018

Æðislega falleg.

Jan 29, 2018

Guðrún varst þú ekki búin að fá fagurklukku hjá mér💕? Hvernig dafnar hún? Ég á væntanlega nóg í vor ef þessir angar sen ég setti niður í haust lifa af veturinn.

Jan 29, 2018

Jú fékk hjá þér í sumar. Hún var allavega á lífi í haust vonandi lifir hún.

Jan 29, 2018Edited: Jan 29, 2018

Ja, miðað við það að hún lifði það af að dúsa í geymslubeðinu mínu í fjögur ár og hvað hún tekur sig vel út í móanum hjá Möggu, mætti ætla að hún sé þokkalega hörð af sér, svo það ætti að vera nokkuð góðar líkur á að hún lifi hjá þér Guðrún. :)

New Posts
  • Mjög fallegt afbrigði af garðavatnsbera með gulum blómum með löngum útsveigðum sporum. Hann hefur reynst mjög blómsæll og stendur lengi í blóma. Því miður hef ég ekkert yrkisnafn. Planta frá Möggu.
  • Þetta er sjálfsáður blendingur sem birtist í garðinum mínum, sem er greinilega afkomandi skógarvatnsbera afbrigðisins 'Magpie'. Blómliturinn er sá sami, en blómin eru stærri, jafn stór og á garðavatnsberum, svo hitt foreldrið er líklega af þeim meiði. Sporarnir eru innsveigðir eins og á skógarvatnsbera. Mér finnst þessi fallegri en frumgerðin og hann er jafn harðgerður og aðrir vatnsberar.
  • 'Crimson Star ' er fallegt garðaafbrigði með rauðum og kremhvítum blómum, með löngum sporum. Ég keypti þennan í pakka frá Costco 2018 og hann blómstraði í fyrsta sinn núna í sumar. Vatnsberar eru nokkuð skuggþolnir, en þeir þrífast og blómstra betur í sól eða hálfskugga. Einu jarðvegskröfurnar eru að jarðvegurinn sé vel framræstur, en betra er að hann sé frekar frjór líka. Mér fannst vissara að bjóða svona fínni sort upp á bestu skilyrði svo hann lifi nú sem lengst.

gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon